Matslisti fyrir skýrslur og lokamat
Sveitarfélög sem ætla að sækja um viðurkenningu sem barnavæn sveitarfélög eru metin á tveimur tímapunktum í innleiðingarferlinu. Matið fer fram á eftirfylgnifundum stýrihópsins og UNICEF:
Fyrri fundurinn er haldinn þegar aðgerðaáætlun sveitarfélagsins er að verða tilbúin.
Seinni fundurinn fer fram tveimur árum eftir að innleiðing verkefnisins hefst, en þá ætti sveitarfélagið að hafa lokið við að framkvæma aðgerðaáætlun verkefnisins. UNICEF metur þá hvort veita eigi sveitarfélaginu viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag.
Stýrihópurinn undirbýr seinni fundinn með því að fara ítarlega yfir spurningalistann hér að neðan (hluti spurninganna gildir fyrir fyrri fundinn, hluti fyrir seinni og sumar fyrir báða). Á fyrri fundinum kynnir stýrihópurinn aðgerðaáætlunina fyrir starfsfólki UNICEF. Ekki þarf að svara spurningunum skriflega, starfsfólk UNICEF skráir svör stýrihópsins niður á fundinum. Mat er lagt á innleiðingu verkefnisins eftir fyrri og seinni fundinn.
Þættir og forsendur mats
Samsetning stýrihópsins og starfsemi
- Hvaða svið/stofnanir sveitarfélagsins eiga fulltrúa í stýrihópnum? Var íbúasamtökum, foreldrasamtökum eða öðrum félagasamtökum sem vinna innan sveitarfélagsins boðið að vera með?
- Býr stýrihópurinn yfir nægjanlegri þekkingu á viðfangsefninu. Er stýrihópurinn í aðstöðu til að hafa áhrif innan sveitarfélagsins, til að ná fram markmiðum verkefnisins innan ólíkra sviða og stofnana?
- Eru allir meðlimir stýrihópsins í stöðu til að hafa áhrif og ná fram markmiðum verkefnisins innan síns starfsvettvangs?
- Hvernig taka börn og ungmenni þátt í starfi stýrihópsins? Eru fulltrúar ungmennaráðs sveitarfélagsins meðlimir í stýrihópnum. Hefur hópurinn átt samráð við börn og ungmenni?
- Hvernig taka meðlimir stýrihópsins þátt í vinnunni við innleiðinguna; mæting á fundi, hlutverka- og ábyrgðarskipting?
- Hvernig er stutt við bakið á börnum og ungmennum sem eru þátttakendur í starfi stýrihópsins?
- Hvernig er upplýsingum dreift um verkefnið
1. Innan sveitarfélagsins?
2. Til barna og ungmenna?
3. Til íbúa?
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Samsetningar stýrihópsins. Hvort að hann sé samsettur af fulltrúum frá sem flestum sviðum/stofnunum sveitarfélagsins t.d. leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum, félags- og tómstundastarfi, félagsþjónustu, umhverfis- og skipulagssviði, fulltrúum skrifstofu sveitarstjóra, kjörnum fulltrúum og íbúa- eða foreldrasamtökum.
- Hvort fulltrúar í stýrihópnum taki virkan þátt í starfi hópsins.
- Hvort lögð hafi verið vinna í að útfæra þátttöku ungmennaráðsins, jafnt sem annarra hópa barna og ungmenna í starfi stýrihópsins.
- Hvort innleiðing Barnasáttmálans sé vel kynnt innan sem utan sveitarfélagsins.
2. Þátttaka barna og ungmenna í öllum skrefum innleiðingarinnar
- Hvernig er séð til þess að börn á ólíkum aldri taki þátt í skipulagningu og framkvæmd verkefnisins?
- Hvert er hlutverk ungmennaráðs sveitarfélagsins í verkefninu?
- Hvernig er þátttöku barna og ungmenna í verkefninu háttað?
- Hvernig eru börn hvött til þess að tjá skoðanir sínar, hvernig eru upplýsingar um skoðanir þeirra nýttar, hvernig taka þau þátt í ákvarðanatöku vegna verkefnisins?
- Hvaða aðgerðir eru valdar eða stýrt af börnum og ungmennum?
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Að þess sjáist merki að börn og ungmenni hafi tekið þátt í kortlagningu, skipulagningu og framkvæmd verkefnisins.
- Að börn á ólíkum aldri geti tekið þátt, bæði sem einstaklingar og í hópum.
3. Kortlagning
- Voru spurningalistar barnvænna sveitarfélaga lagðir fyrir börn og ungmenni í sveitarfélaginu?
- Safnaði stýrihópurinn saman og greindi á heildstæðan hátt spurningalistana og fyrirliggjandi tölfræðigögn um lífsskilyrði, líðan og réttindi barna í sveitarfélaginu? Miðaði sú greining að því að greina hvaða hópar barna séu líklegastir til að falla á milli fjalanna í sveitarfélaginu? Átti stýrihópurinn samráð við börn sem teljast til þessara hópa?
- Hélt stýrihópurinn almennan samráðsfund með börnum og ungmennum í sveitarfélaginu?
- Var farið í gegnum allar spurningarnar í gátlistunum þegar kortlagningin var gerð?
- Hvaða upplýsingar lágu til grundvallar svörum við gátlistunum?
- Hvernig tóku börn og ungmenni þátt í kortlagningunni og mati á upplýsingum úr henni?
- Voru til staðar fullnægjandi upplýsingar til að svara öllum spurningum?
- Ef ekki, var aflað frekari upplýsinga?
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Greiningar stýrihópsins á svörum við spurningalistum barnvænna sveitarfélaga og fyrirliggjandi tölfræðigögnum.
- Hvort greiningin hafi miðað að því að finna þá hópa barna sem eru viðkvæmir og líklegastir til að verða fyrir mismunun.
- Hvort stýrihópurinn hafi átt samráð við börn sem teljast til viðkvæmra hópa.
- Hvort stýrihópurinn hafi staðið fyrir stærri samráðsfundi með börnum og ungmennum innan sveitarfélagsins.
- Hvort öllum spurningunum á gátlistunum í kortlagningunni hafi verið svarað.
- Hvort reynsla barna og ungmenna sé hluti af upplýsingunum í kortlagningunni.
4. Gerð aðgerðaáætlunar
- Hvað stendur í aðgerðaáætluninni?
- Tekur aðgerðaáætlunin mið af kortlagningunni?
- Var upplýsingum um kortlagninguna miðlað innan sveitarfélagsins til barna, ungmenna og annarra íbúa?
- Tóku börn og ungmenni þátt við að leggja mat á upplýsingarnar sem aflað var í kortlagningunni og svörum við gátlistunum? Tóku þau þátt við að velja markmið og aðgerðir áætlunarinnar?
- Fengu íbúar sveitarfélagsins möguleika á að taka þátt í umræðum um aðgerðaáætlunina og hvað ætti að standa í henni?
- Hvernig voru markmið og aðgerðir í aðgerðaáætluninni valin?
- Inniheldur aðgerðaáætlunin skýr og mælanleg markmið?
- Var ábyrgðaraðili tilnefndur fyrir hverja aðgerð fyrir sig?
- Tekur aðgerðaáætlunin mið af því að ólíkir barnahópar geti tekið þátt í framkvæmd hennar?
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Rökstuðnings fyrir vali á markmiðum og aðgerðum til að fylgja þeim eftir.
- Hvort börn og ungmenni taki þátt í túlkun á kortlagningu og svörum við spurninga- og gátlistunum og taki jafnframt þátt í að velja markmið og aðgerðir aðgerðaáætlunarinnar út frá niðurstöðunum.
- Að í aðgerðaáætluninni séu markmið og aðgerðir til lengri og styttri tíma, sem koma til framkvæmdar á innleiðingartímanum jafnt sem lengra fram í tímann.
- Hvort aðgerðirnar hafi áhrif til lengri tíma.
5. Framkvæmd aðgerðaáætlunar
Barnaskýrslan
- Lýsingar barna og ungmenna á hvernig þau hafi tekið þátt á ólíkum stigum verkefnisins.
- Skoðanir barna og ungmenna á hvernig verkefnið hafi tekist.
- Skoðanir barna og ungmenna á hverju verkefnið hafi skilað/ekki skilað.
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Hvernig færð eru rök fyrir valinu á þeim börnum og ungmennum sem gera skýrsluna.
- Hvort rætt hafi verið við skýrsluhöfunda um hvernig þeir sjái fyrir sér að niðurstöður skýrslunnar verði notaðar innan sveitarfélagsins?
- Hvernig standi til að nota niðurstöður skýrslunnar innan sveitarfélagsins?
Lokaskýrslan
- Hvernig heppnuðust aðgerðirnar, voru þær í anda spurninganna í gátlistunum?
- Hvaða áhrif hafði innleiðingin (urðu varanlegar breytingar á einhverjum þáttum í starfsemi sveitarfélagsins, hvað heppnaðist vel og hvað illa, hverju á enn eftir að koma í verk o.s.frv.)?
- Hvað töldu ólíkir aðilar innan sveitarfélagsins að hafi heppnast vel (Hvernig heppnaðist innleiðing verkefnisins í heild sinni; skoðanir meðlima í stýrihópnum)?
- Hvert var mat barna og ungmenna sem unnu með stýrihópnum að verkefninu?
- Hvernig meta hinir fullorðnu í stýrihópnum tækifæri barna og ungmenna til að taka þátt í verkefninu?
- Stuðlaði verkefnið að barnvænni stjórnsýslu eða nálgun við málefni innan sveitarfélagsins og þvert á svið þess; hvernig heppnaðist að innleiða verkefnið með heildrænum hætti innan sveitarfélagsins?
- Hvernig tóku íbúar sveitarfélagsins eftir að innleiðing verkefnisins var í gangi?
- Voru tilnefndir einstaklingar innan stýrihópsins/sveitarfélagsins sem fylgdust sérstaklega með hvernig gekk að ná markmiðum aðgerðaáætlunarinnar?
- Hvaða lærdóm má draga af innleiðingu verkefnisins? Hverju er mikilvægt að halda til haga vegna framtíðar verkefnisins?
Við mat á þessum þætti er horft til:
- Hvort veitt hafi verið ítarleg svör við ofangreindum spurningum og hvað þyrfti að gera með öðrum hætti í þróun verkefnisins í framtíðinni.
- Hvort markmið aðgerðaáætlunarinnar hafi náðst. Ef ekki hvernig, brugðist var við og færð rök fyrir því ef breytingar voru gerðar á markmiðunum eftir að aðgerðaáætlunin var samþykkt.
- Aðgerða sem hafa verið framkvæmdar og aðgerða sem enn bíði eftir að vera komið í verk (hvort til sé tímaáætlun fyrir hvenær þessar aðgerðir verði framkvæmdar).