• Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband
Skip to content

logo

  • Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband

Print Friendly, PDF & Email

Print Friendly, PDF & Email

Minnislisti fyrir aðgerðaáætlun

Fyrsta ár ferlisins miðar að því að búa til aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans í sveitarfélaginu. Sveitarfélag sem ætlar að sækja um viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag bókar fund með starfsfólki UNICEF þegar aðgerðaáætlunin er tilbúin. Starfsfólkið skráir hjá sér athugasemdir meðan á fundinum stendur, en hann er hluti af mati samtakanna á því hvort sveitarfélagið fái viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag. Markmið fundarins er að tryggja að undirbúningsvinnan sé í samræmi við forsendur verkefnisins.

Áður en vinna hefst við gerð aðgerðaáætlunarinnar hefur stýrihópurinn:

  1. Framkvæmt ítarlega kortlagningu á velferð og réttindum barna innan sveitarfélagsins.
  2. Átt samráð við börn og ungmenni.
  3. Svarað gátlistum sem fylgja grundvallarforsendum barnvænna sveitarfélaga.

Það borgar sig að hafa eftirfarandi þætti í huga við gerð aðgerðaáætlunarinnar:

  1. Skýr markmið.
  2. Afmarkaðar aðgerðir sem miða að því að ná markmiðunum.
  3. Skilgreinda ábyrgðaraðila með hverri aðgerð.
  4. Tímaáætlun.
  5. Hlutverk og þátttaka barna og ungmenna í framkvæmdinni séu vel skilgreind.

Þar að auki er mikilvægt að hafa í huga:

  1. Hvernig matslisti UNICEF er uppbyggður og hvernig samtökin leggja mat á aðgerðaáætlunina að innleiðingarferlinu loknu.
  2. Hvers konar stuðning börn og ungmenni þurfi til að geta tekið þátt í innleiðingunni?
  3. Hvernig eigi að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um verkefnið og hver/hverjir beri ábyrgð á því.

logo

  • Forsíða
  • Hafa samband