• Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband
Skip to content

logo

  • Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband

Print Friendly, PDF & Email

Grunnþáttur 3: Jafnræði - að horft sé til réttinda allra barna

Jafnræði - bann við mismunun er ein af fjórum grundvallarforsendum Barnasáttmálans (2. grein). Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn að njóta sömu réttinda án tillits til kynþáttar, kynferðis, trúar, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna. Þessi forsenda er grunnstef í hugmyndafræði barnvænna sveitarfélaga.

unicef-15Þegar unnið er að því að efla jafnræði meðal barna er nauðsynlegt að skoða jafnræði út frá ólíkum forsendum. Sveitarfélag ætti að stuðla að jafnræði í allri sinni vinnu, jafnréttisáætlanir og mannréttindastefnur ættu að taka mið af því að börn og ungmenni eru víðtækur og fjölbreyttur hópur á breiðu aldursbili. Til að tryggja aukið jafnræði meðal barna er þörf fyrir markvissa vinnu sem miðar að því að; draga úr fordómum, breyta viðhorfum, úrvinnslu tölfræðilegra gagna um stöðu barna og mótun markvissrar stefnu með virku samráði við börn.

Þegar kemur að stefnumótun er mikilvægt að sveitarfélag safni upplýsingum um lífsskilyrði barna og haldi til haga í gagnagrunni. Með slíkum gagnagrunni getur sveitarfélagið greint viðkvæma hópa og geta þar af leiðandi beitt markvissum aðgerðum til að bæta stöðu þeirra. Einnig er mikilvægt að sveitarfélagið nálgist þessa hópa og eigi við þá samtal og samráð. Þekking umræddra hópa er mikilvæg og nýtist sveitarfélaginu við að vinna gegn mismunun.

Að greina mismunun og efla jafnræði krefst kerfisbundinnar fræðslu innan sveitarfélags og stofnana þess. Rýna þarf vinnulag í ólíkum málaflokkum, með það fyrir augum að meta hvort það takmarki eða útiloki ákveðna hópa barna og ungmenna frá þátttöku í verkefnum og þjónustu. Lykilatriði er að tryggja að öll börn eigi möguleika á að koma sínum skoðunum á framfæri, án tillits til stöðu þeirra. Oft getur verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja að t.d. börn af erlendum uppruna, börn með sérþarfir eða börn á forræði barnaverndar fái tækifæri til að hafa áhrif á málefni er varða þau. Oft getur verið erfitt að ná til þeirra hópa sem eru á jaðrinum félagslega eða búa við viðkvæmar aðstæður. Upplýsingarnar sem slíkir hópar búa yfir eru þó mikilvægar þar sem þeir nýta oft þjónustu sveitarfélagsins hvað mest. Til að auðvelda upphaf samtals við viðkvæma hópa er hægt að styðjast við hagnýtar leiðbeiningar frá umboðsmanni barna um samráð við sérfræðihópa barna.

Gátlisti 3: Jafnræði – Að horft sé til réttinda allra barna

Gott er að hafa hugfast að gátlista þessum er ætlað að leiða stýrihóp innleiðingarinnar áfram í störfum sínum. Ekki þarf að uppfylla öll upptalin atriði, en mikilvægt er að velta þeim fyrir sér. Atriðunum er ýmist ætlað að dýpka skilning á umhverfi og þjónustu sveitarfélagsins eða skoða innviði þess. Gátlistinn er ekki tæmandi.

Áætlanir og stefnumótandi skjöl sveitarfélagsins

  • Hefur jafnréttisáætlun og mannréttindastefna verið gerð innan sveitarfélagsins?
    • Tekur áætlunin/stefnan mið af börnum og ungmennum og fjölbreytileika þeirra?
    • Er jafnræði skilgreint með víðtækum hætti?
  • Taka önnur stefnumótandi skjöl, t.d. fjölskyldu-, velferðar- og skólastefna mið af fjölbreytileika og jöfnum rétti allra barna?
  • Fer fram mat á aðgerðum sem hafa það markmið að koma í veg fyrir mismunun?
    • Er haft samráð við börn sem tilheyra viðkvæmum hópum og leitað upplýsinga hjá þeim um hvort slíkar aðgerðir hafi skilað tilætluðum árangri?

Jafnræði

  • Miðar starfsemi,áætlanagerð, regluverk og verkferlar innan sveitarfélagsins að því að tryggja jafnræði meðal barna og fyrirbyggja mismunun, t.d. á grundvelli:
    • Aldurs
    • Uppruna
    • Þjóðernis
    • Tungumáls
    • Húðlits
    • Kyns
    • Kynhneigðar
    • Kynvitundar
    • Kyneinkenna
    • Trúar
    • Pólitískra eða annarra skoðana
    • Efnahags
    • Heilsufars
    • Fötlunar
    • Búsetu
    • Holdafars
    • Stöðu foreldra
  • Hvaða aðgerðir sveitarfélagsins hafa miðað að því að efla jafnræði og vinna gegn mismunun?
    • Í stjórnsýslu og annarri starfsemi sveitarfélagsins?
    • Í umhverfi barna og í þjónustu sem þeim er veitt?
    • Til að hafa áhrif á viðhorf íbúa, fullorðinna og barna?
  • Eru allir sem vinna hjá sveitarfélaginu nægilega meðvitaðir um hvernig mismunun birtist í samfélaginu, hvaða áhrif hún getur haft á börn og hvernig rétt sé að bregðast við mismunun þar sem hún birtist?
  • Fær starfsfólk sem vinnur með börnum sérstaka þjálfun í að greina mismunun?
  • Er fólk meðvitað um jafnræði í daglegum samskiptum (t.d. í talsmáta, athæfi, orðanotkun og látbragði) á milli:
    • Fullorðinna?
    • Fullorðinna og barna?
    • Barna?
  • Fá börn þjálfun í að koma auga á mismunun í daglegu lífi?
  • Geta börn komið á framfæri ábendingum um mismunun til sveitarfélagsins?
    • Er tilkynningum barna og ungmenna um mismunun innan sveitarfélagsins safnað með kerfisbundnum hætti?
    • Er tekið tillit til ábendinga frá börnum um mismunun í aðgerðum sem miða að því að sporna gegn mismunun?
  • Fær barn sem hefur orðið fyrir mismunun stuðning eða aðstoð við að leita réttar síns? T.d. í gegnum umboðsmann íbúa, sérstakan umboðsmann barna innan sveitarfélagsins?
  • Gilda aðrar reglur um börn en fullorðna innan sveitarfélagsins?
  • Mismuna gjaldskrár börnum eftir aldri t.d. gjaldskrár sundlauga, strætisvagna, frístundastarfs o.s.frv.

Gagnasöfnun og nýting gagna

  • Er gögnum um líðan og stöðu barna safnað með markvissum og reglubundnum hætti?
    • Er upplýsingum safnað um viðhorf, velferð og reynslu barna?
    • Nær gagnasöfnunin til ólíkra hópa barna?
    • Hafa þessi gögn verið greind og skoðuð með heildstæðum hætti?
    • Hvernig eru þessar upplýsingar nýttar?
    • Eru upplýsingarnar nýttar til að stuðla að velferð barna og ungmenna og við mótun þjónustu sem þau nota?
    • Hefur farið fram greining á þessum gögnum með það að markmiði að kanna hvaða hópar barna eru í mestri hættu á að verða fyrir mismunun?
  • Þegar spurningalistar eru lagðir fyrir börn eða gögnum safnað með öðrum hætti, er þá séð til þess að öll börn geti skilað inn svörum? Er hugað sérstaklega að þörfum barna með sérþarfir, börnum með annað móðurmál o.s.frv.?
  • Koma börn að því að undirbúa spurningalistana, gagnasöfnunina og úrvinnslu?
  • Hvernig eru niðurstöðurnar kynntar fyrir börnum?

Fara yfir á grunnþátt 4>

< Til baka á grunnþátt 2

logo

  • Forsíða
  • Hafa samband