• Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband
Skip to content

logo

  • Forsíða
  • Um verkefnið
  • Barnvæn sveitarfélög
  • Mælaborð
  • Barnasáttmálinn
  • Hafa samband

Skýrsla appelsínu

Print Friendly, PDF & Email

6.skref - Skýrsla

Sveitarfélög sem ætla að sækja um viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélög skila skýrslum til UNICEF um framgang verkefnisins. Hér að neðan eru frekari upplýsingar um skýrslurnar og matsferlið sem fer af stað þegar þeim hefur verið skilað.

Lokaskýrsla

Þegar aðgerðaáætlun sveitarfélagsins telst uppfyllt (miðað við tveggja ára innleiðingartíma að lágmarki) skilar sveitarfélagið skýrslu til UNICEF um framgang verkefnisins. Í skýrslunni er lagt mat á hvernig hafi gengið að uppfylla aðgerðaáætlunina og hvort sveitarfélagið hafi uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til barnvænna sveitarfélaga. Í skýrslunni gerir sveitarfélagið grein fyrir þeim þáttum innleiðingarferlisins sem gengu vel og þeim sem hefðu mátt ganga betur.

unicef

Barnaskýrsla

Barnaskýrslunni sem lýst var í 5. skrefi er skilað til UNICEF (á eingöngu við um sveitarfélag sem ætlar að sækja um viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag). Í skýrslunni segir ungmennaráð sveitarfélagsins frá þátttöku barna og ungmenna í innleiðingarferlinu og leggur mat á áhrif verkefnisins á börn.

Börn og ungmenni eru bestu aðilarnir til að leggja mat á innleiðingu verkefnisins og til að segja sveitarfélaginu hvaða nálgun og aðgerðir hafi virkað og hverjar hafi ekki náð tilætluðum árangri.

Lokafundur með UNICEF

Eftir að skýrslunum hefur verið skilað til UNICEF fer fram skilafundur þar sem farið er yfir þær ásamt matslista barnvænna sveitarfélaga. Stýrihópurinn undirbýr hann með því að lesa í gegnum listann, ekki þarf að svara spurningunum á listanum skriflega. Á fundinum fara starfsmenn UNICEF í gegnum matslistann og meðlimir stýrihópsins segja frá innleiðingarferlinu, framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar og hvort markmiðum hennar hafi verið náð. Ef breytingar voru gerðar á aðgerðaáætluninni á tímabilinu segir stýrihópurinn frá því á fundinum og útskýrir af hverju.

Ef einhverjum markmiðum eða aðgerðum í aðgerðaáætluninni var gefinn lengri tímarammi en 2 ára innleiðingarferlið er það einnig tilgreint á fundinum.

Samantekt - 6. skref

Hvað gerir sveitarfélagið?
• Sveitarfélagið skilar lokaskýrslu og barnaskýrslu til UNICEF.
• Stýrihópurinn og starfsfólk UNICEF funda og fara yfir skýrslurnar og matslista barnvænna sveitarfélaga. 
• Sveitarfélagið íhugar hvaða lærdóm megi draga af innleiðingarferlinu og hvernig hægt sé að nota niðurstöðu barnaskýrslunnar til að efla þátttöku barna og ungmenna innan sveitarfélagsins.

Hvaða stuðning getur UNICEF veitt á þessu stigi?
• Fulltrúar frá UNICEF taka þátt í lokafundinum og gefa sveitarfélaginu athugasemdir og tillögur eftir að mati starfsmanna samtakanna á innleiðingunni er lokið.

Fara yfir á skref 7 >

 < Fara til baka á skref 5 

logo

  • Forsíða
  • Hafa samband