Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna
eftirlitsaðili Barnasáttmálans
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna er hópur 18 sjálfstæðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd og innleiðingu Barnasáttmálans og valfrjálsum bókunum við hann. Nefndin hefur einnig það hlutverk að túlka ákvæði sáttmálans og útfæra þannig þær skyldur sem hann leggur á aðildarríki. Gerir hún það meðal annars með því að gefa út almennar athugasemdir (general comments) um ákveðna málaflokka.
Skýrslur og athugasemdir
Öllum aðildarríkjum ber skylda til að leggja reglulega fram skýrslur um framkvæmd og innleiðingu Barnasáttmálans í sínu landi. Aðildarríki gefa skýrslu til nefndarinnar tveimur árum eftir fullgildingu og þar á eftir á fimm ára fresti. Félagasamtökum og hlutaðkomandi aðilum í viðkomandi ríki er jafnframt gefinn kostur á að skila skýrslum sem lýsa þeirra sýn á framkvæmd sáttmálans, svokölluðum skuggaskýrslum. Nefndin fer yfir skýrslurnar og beinir í kjölfarið fyrirspurnum til aðildarríkja um þau atriði sem hún vill fá meiri upplýsingar um. Fulltrúar aðildarríkja mæta síðan í fyrirtökur hjá nefndinni þar sem helstu álitaefnin eru rædd. Loks gefur nefndin út lokaskýrslu með athugasemdum sínum við framkvæmd og innleiðingu sáttmálans í viðkomandi ríki. Í athugasemdunum eru tilmæli frá nefndinn um hvað aðildarríki þurfi að gera til að fullnægja skyldum sínum samkvæmt sáttmálanum.
Almennar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar
- Nr. 25 Um réttindi barna í tengslum við starfrænt umhverfi 2021
- Nr. 24 Um réttindi barna í réttarkerfinu 2019
- Nr. 23 Um réttindi barna í samhengi alþjóðlegra fólksflutninga: Skyldur aðildarríkja gagnvart börnum sem eiga viðkomu í eða sækjum alþjóðlega vernd í aðildarríkinu. 2017
- Nr. 22 Um réttindi barna í samhengi alþjóðlegra fólksflutninga 2017
- Nr. 21 Um réttindi heimilislausra barna 2017
- Nr. 20 Um innleiðingu réttinda barna á unglingsárunum 2016
- Nr. 19 Um barnamiðaða fjárhagsáætlanagerð (gr. 4) 2016
- Nr. 18 Um afnám skaðlegra venja í garð kvenna og stúlkna 2014
- Nr. 17 Um rétt barnsins til hvíldar, tómstunda, leiks, afþreyingar, menningarlífs og lista (gr. 31) 2013
- Nr. 16 Um skyldur ríkis í tengslum við áhrif viðskiptageirans á réttindi barna 2013
- Nr. 15 Um rétt barnsins til að njóta besta mögulega heilsufars (gr. 24) 2013
- Nr. 14 Um rétt barnsins til að allar ákvarðanir sem varða það séu byggðar á því sem er því fyrir bestu (gr. 3) 2013
- Nr. 13 Um rétt barnsins til verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu 2011
- Nr. 12 Um rétt barnsins til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif 2009
- Nr. 11 Um börn frumbyggja og börn sem tilheyra minnihlutahópum og réttindi þeirra samkvæmt sáttmálanum 2009
- Nr. 10 Um réttindi barna sem framið hafa afbrot 2007
- Nr. 9 Um réttindi barna með fötlun 2006
- Nr. 8 Um frelsissviptingu, illa meðferð og refsingar 2006
- Nr. 7 Um innleiðingu réttinda barna snemma í barnæsku 2005
- Nr. 6 Um meðferð barna sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar utan heimalands 2005
- Nr. 5 Um almennar aðgerðir við innleiðingu Barnasáttmálans 2003
- Nr. 4 Um heilsufar á unglingsárum 2003
- Nr. 3 HIV/AIDS og réttindi barnsins 2003
- Nr. 2 Hlutverk sjálfstæðra mannréttindastofnana 2002
- Nr. 1 Um markmið menntunar 2001
Skýrslur til Barnaréttarnefndarinnar
Fyrsta fyrirtaka Íslands
- Skýrsla íslenska ríkisins árið 1994
Önnur fyrirtaka Íslands
Þriðja fyrirtaka Íslands
Fjórða fyrirtaka Íslands
- Skýrsla íslenska ríkisins árið 2019
- Viðbótarskýrsla félagasamtaka árið 2020
- Barnaskýrsla 2020
Lokaathugasemdir Barnaréttarnefndarinnar
Innleiðing Barnasáttmálans
Ein helsta athugasemdin sem nefndin gerði við íslensk stjórnvöld var innleiðingu/framkvæmd sáttmálans. Nefndin benti meðal annars á að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert landsáætlun um innleiðingu/framkvæmd Barnasáttmálans. Hún benti á að slík áætlun ætti að tilgreina ábyrgð ólíkra stofnana og sveitarfélaga, á hlutverki þeirra við innleiðingu sáttmálans á Íslandi. Benti Barnaréttarnefndin meðal annars á að slík áætlun ætti að vera leiðbeinandi fyrir vinnu með réttindi barna á öllum stigum stjórnsýslunnar.
Nefndin benti jafnframt á að ríkið ætti að setja á stofn sérstaka stofnun sem sæi um eftirfylgni með innleiðingu Barnasáttmálans. Þannig gæti ríkið stutt við það ferli sem landsáætlun myndi tilgreina.
Þar að auki kemur fram í athugasemdum nefndarinnar mikilvægi þess að fræðsla um réttindi barna nái til allra barna á Íslandi, en einnig til allra þeirra sem bera með einum eða öðrum hætti ábyrgð á börnum eða málefnum þeim tengdum.